Innlent

Einar Mar vill verða sveitarstjóri Dalabyggðar

Einar Mar Þórðarson vill verða sveitarstjóri Dalabyggðar.
Einar Mar Þórðarson vill verða sveitarstjóri Dalabyggðar.

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, er einn þeirra 47 sem sóttu um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar.

Starfið var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 30. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. En í hópi umsækjenda eru níu konur og þrjátíu og átta karlar.

Búið er að fara yfir umsóknirnar og ákveða hverjir verða kallaðir í viðtöl, og munu þau fara fram á næstu dögum. Það var Hagvangur sem annaðist ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×