Button: Nýjungar nauðsynlegar í titilslagnum 6. júlí 2010 11:38 Nico Rosberg, Jenson Button, Adrian Newey og Mark Webber voru meðal ökumanna á Goodwood aksturshátíðinni í Bretlandi um helgina. Mynd: Getty Images Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað. "Við verðum að bæta okkur á heimavelli og verðum að auka virkni bílsins ef við eigum að eiga möguleika í Red Bull og tvö önnur lið. Það er áskorun að bæta bílinn með nýjum hlutum og útfæra bílinn. Þetta er nokkuð sem þarf að gera ef við ætlum að berjast um titilinn", sagði Button í frétt á autosport.com, en Santander bankinn stóð fyrir kynningu á næsta móti á Silverstone sem það styður dyggilega. Button segir að það taki lið stundum tíma að útfæra nýja hluti, sem er hluti af þróunarvinnunni. "Vonandi hittum við í mark um helgina og það er markmið okkar og það má í raun ekkert gefa eftir í mótum ársins. Menn verða að vera í stöðugri baráttu á toppnum. Það er mikilvægt. Ég vil ekki hugsa um að nýir hlutir virki ekki, en þeir eru prófaðir í vindgöngum, síðan í ökuhermi og prófaðir margoft áður en mætt er á brautina. Svo þarf að fínpússa allt saman og það verður mikið um að vera á föstudag og laugardag", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á breyttri Silverstone braut á föstudaginn kl. 19.30 á Stöð 2 Sport. Síðan er sýnt frá lokaæfingu á laugardag kl. 08.55, tímatöku kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Þá er loks endamarkið á dagskrá kl. 14.15. Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað. "Við verðum að bæta okkur á heimavelli og verðum að auka virkni bílsins ef við eigum að eiga möguleika í Red Bull og tvö önnur lið. Það er áskorun að bæta bílinn með nýjum hlutum og útfæra bílinn. Þetta er nokkuð sem þarf að gera ef við ætlum að berjast um titilinn", sagði Button í frétt á autosport.com, en Santander bankinn stóð fyrir kynningu á næsta móti á Silverstone sem það styður dyggilega. Button segir að það taki lið stundum tíma að útfæra nýja hluti, sem er hluti af þróunarvinnunni. "Vonandi hittum við í mark um helgina og það er markmið okkar og það má í raun ekkert gefa eftir í mótum ársins. Menn verða að vera í stöðugri baráttu á toppnum. Það er mikilvægt. Ég vil ekki hugsa um að nýir hlutir virki ekki, en þeir eru prófaðir í vindgöngum, síðan í ökuhermi og prófaðir margoft áður en mætt er á brautina. Svo þarf að fínpússa allt saman og það verður mikið um að vera á föstudag og laugardag", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á breyttri Silverstone braut á föstudaginn kl. 19.30 á Stöð 2 Sport. Síðan er sýnt frá lokaæfingu á laugardag kl. 08.55, tímatöku kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Þá er loks endamarkið á dagskrá kl. 14.15.
Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira