Tekið á erfiðum málum 19. febrúar 2010 06:00 Finnur Sveinbjörnsson skrifar um úrvinnsluvanda banka og lífeyrissjóða. Við stofnun Arion banka í október 2008 yfirtók hann fjölda lána til einstaklinga og fyrirtækja frá gamla Kaupþingi. Margir lántakar glíma við fjárhagslega erfiðleika og Arion banki vinnur að því að finna lausn á vanda sem flestra fyrirtækja og einstaklinga. Bankinn hefur kynnt margháttuð úrræði fyrir einstaklinga og hafa mál yfir 1.000 heimila þegar verið afgreidd. Þá hefur bankinn leyst úr vanda margra smárra og meðalstórra fyrirtækja á liðnum mánuðum með fjölbreyttum lausnum í nánu samstarfi við eigendur og stjórnendur þeirra. Í fyrra setti Arion banki sér verklagsreglur um lausn á skuldavanda fyrirtækja, til að flýta fyrir úrlausn mála og tryggja samræmdar og gagnsæjar aðgerðir. Þá réð stjórn bankans umboðsmann viðskiptavina sem tekur þátt í mótun verklagsreglna, fylgist með úrvinnslu mála og bregst við ábendingum viðskiptavina. Eins hefur óháð, opinber eftirlitsnefnd sem starfar á grundvelli nýsettra laga um sértæka skuldaaðlögun eftirlit með þessari vinnu. Í sömu lögum um sértæka skuldaaðlögum er gerð krafa um efni verklagsreglna á því sviði. Því er nú verið að endurskoða verklagsreglur bankans um lausn á skuldavanda fyrirtækja í samvinnu við önnur fjármálafyrirtæki. Sum af þeim skuldaúrvinnslumálum sem Arion banki glímir við, eins og aðrir íslenskir bankar og lífeyrissjóðir, eru flókin og mikil verðmæti í húfi fyrir bankann og þjóðarbúið. Í sumum tilvikum kemur fjöldi innlendra og erlendra banka við sögu sem hafa mismunandi hagsmuna að gæta auk umsvifamikilla skuldabréfaeigenda eins og íslenskra lífeyrissjóða. Stundum eru tryggingar bankans lélegri en annarra lánveitenda. Bankinn þarf ávallt að gæta þess að starfa samkvæmt lögum og reglugerðum og fylgja ákvæðum lánasamninga. Þótt reiði ríki í samfélaginu má það ekki tefja endurreisn íslensks efnahagslífs og valda því að miklum verðmætum verði fórnað. Af almennri umræðu og í þingsölum mætti ætla að bankinn geti tekið einhliða ákvarðanir, án tillits til laga og reglna eða aðstæðna í hverju máli fyrir sig. Sú stefna bankans að hafa viðskiptalega hagsmuni að leiðarljósi, til að fá sem mest upp í skuldir hefur verið gagnrýnd. Uppi hafa verið raddir um að bankinn eigi að ráðast í endurskipulagningu á rekstri fyrirtækja án samvinnu við stjórnendur þeirra. Stjórnendur Arion banka hafa hins vegar talið það einmitt siðferðilega skyldu hans að reyna að heimta sem mest upp í skuldir og forða enn frekara tjóni en þegar er orðið. Eins og forsætisráðherra hefur nefnt er einn mikilvægasti lærdómurinn af bankahruninu einmitt að bankar eigi að hafa eðlilega viðskiptalega hagsmuni að leiðarljósi í rekstri sínum. Arion banki er að taka á erfiðum málum. Það eiga fleiri eftir að gera. Fjölmargir lánveitendur, þ.ám. íslenskir lífeyrissjóðir, munu á næstunni standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Þar takast á sjónarmið um hámörkun á endurheimtum og hvort semja eigi við tiltekna einstaklinga. Þau mál munu hugsanlega snúast um skerðingu á lífeyrisréttindum landsmanna. Bankar og lífeyrissjóðir geta ekki og eiga ekki að taka að sér hlutverk ákæruvalds og dómstóla. Aðrar stofnanir hafa það hlutverk. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Finnur Sveinbjörnsson skrifar um úrvinnsluvanda banka og lífeyrissjóða. Við stofnun Arion banka í október 2008 yfirtók hann fjölda lána til einstaklinga og fyrirtækja frá gamla Kaupþingi. Margir lántakar glíma við fjárhagslega erfiðleika og Arion banki vinnur að því að finna lausn á vanda sem flestra fyrirtækja og einstaklinga. Bankinn hefur kynnt margháttuð úrræði fyrir einstaklinga og hafa mál yfir 1.000 heimila þegar verið afgreidd. Þá hefur bankinn leyst úr vanda margra smárra og meðalstórra fyrirtækja á liðnum mánuðum með fjölbreyttum lausnum í nánu samstarfi við eigendur og stjórnendur þeirra. Í fyrra setti Arion banki sér verklagsreglur um lausn á skuldavanda fyrirtækja, til að flýta fyrir úrlausn mála og tryggja samræmdar og gagnsæjar aðgerðir. Þá réð stjórn bankans umboðsmann viðskiptavina sem tekur þátt í mótun verklagsreglna, fylgist með úrvinnslu mála og bregst við ábendingum viðskiptavina. Eins hefur óháð, opinber eftirlitsnefnd sem starfar á grundvelli nýsettra laga um sértæka skuldaaðlögun eftirlit með þessari vinnu. Í sömu lögum um sértæka skuldaaðlögum er gerð krafa um efni verklagsreglna á því sviði. Því er nú verið að endurskoða verklagsreglur bankans um lausn á skuldavanda fyrirtækja í samvinnu við önnur fjármálafyrirtæki. Sum af þeim skuldaúrvinnslumálum sem Arion banki glímir við, eins og aðrir íslenskir bankar og lífeyrissjóðir, eru flókin og mikil verðmæti í húfi fyrir bankann og þjóðarbúið. Í sumum tilvikum kemur fjöldi innlendra og erlendra banka við sögu sem hafa mismunandi hagsmuna að gæta auk umsvifamikilla skuldabréfaeigenda eins og íslenskra lífeyrissjóða. Stundum eru tryggingar bankans lélegri en annarra lánveitenda. Bankinn þarf ávallt að gæta þess að starfa samkvæmt lögum og reglugerðum og fylgja ákvæðum lánasamninga. Þótt reiði ríki í samfélaginu má það ekki tefja endurreisn íslensks efnahagslífs og valda því að miklum verðmætum verði fórnað. Af almennri umræðu og í þingsölum mætti ætla að bankinn geti tekið einhliða ákvarðanir, án tillits til laga og reglna eða aðstæðna í hverju máli fyrir sig. Sú stefna bankans að hafa viðskiptalega hagsmuni að leiðarljósi, til að fá sem mest upp í skuldir hefur verið gagnrýnd. Uppi hafa verið raddir um að bankinn eigi að ráðast í endurskipulagningu á rekstri fyrirtækja án samvinnu við stjórnendur þeirra. Stjórnendur Arion banka hafa hins vegar talið það einmitt siðferðilega skyldu hans að reyna að heimta sem mest upp í skuldir og forða enn frekara tjóni en þegar er orðið. Eins og forsætisráðherra hefur nefnt er einn mikilvægasti lærdómurinn af bankahruninu einmitt að bankar eigi að hafa eðlilega viðskiptalega hagsmuni að leiðarljósi í rekstri sínum. Arion banki er að taka á erfiðum málum. Það eiga fleiri eftir að gera. Fjölmargir lánveitendur, þ.ám. íslenskir lífeyrissjóðir, munu á næstunni standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Þar takast á sjónarmið um hámörkun á endurheimtum og hvort semja eigi við tiltekna einstaklinga. Þau mál munu hugsanlega snúast um skerðingu á lífeyrisréttindum landsmanna. Bankar og lífeyrissjóðir geta ekki og eiga ekki að taka að sér hlutverk ákæruvalds og dómstóla. Aðrar stofnanir hafa það hlutverk. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun