Ástralinn Mark Webber var langfljótastur á æfingu á Jerez brautinni á Spániu í dag. Hann ekur eð Red Bill og var á undan Spjánverjanum Fernando Alonso hjá Ferrari sem ók flesta hringi um brautina.
Webber náði besta tíma á þurri braut, en á eftir Alonso var meistarinn Jenson Button á McLaren og hann hefur fallið vel í kramið hjá breska liðinu. Michael Schuamcher var á sínum Mercedes og varð í fimmta sæti.