Handbolti

Meistaradeildin: Jafntefli hjá Ingimundi og Björgvini

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Félög þeirra Ingimundar Ingimundarsonar, Aab, og Björgvins Páls Gústavssonar, Kadetten Schaffhausen, skildu jöfn, 30-30, í Meistaradeildinni í dag.

 

Danska liðið var yfir nær allan leikinn en frábær endurkoma schaffhausen undir lokin tryggði þeim stig.

 

Björgvin Páll átti stóran þátt í stiginu en hann varði eins og berserkur í markinu. Ingimundur átti fínan leik í vörn Aab.

 

Bæði lið hafa nú eitt stig eftir tvo leiki í riðlinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×