Innlent

Skotturnar fá tvær milljónir í styrk

SB skrifar
Guðrún Jónsdóttir er í forsvari fyrir Skotturnar.
Guðrún Jónsdóttir er í forsvari fyrir Skotturnar.

Borgarráð hefur samþykkt að veita Skottunum, regnhlífasamtökum félaga og samtaka innan kvennahreyfingarinnar, um tvær milljónir í styrk í tengslum við kvennafrídaginn 24. október. Sóley Tómasdóttir Vinstri Grænum hafði harðlega gagnrýnt borgarstjórn fyrir að skipuleggja kvennafrídaginn án samráðs við Skotturnar.

"Það eru vond vinnubrögð og óvirðing að borgin skuli vera að troða sér inn í skipulagningu dags sem væri ekki til án vinnu grasrótarhreyfingu kvenna," sagði Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna í frétt Vísis í júní.

Sóley bókaði mótmæli þegar borgarráð ákvað að halda sérstakt kvennakvöld þann 24. október - án þess að hafa samráð við Skotturnar. "Það liggur fyrir bréf frá regnhlífasamtökunum Skottunum þar sem borgin er beðin um að sýna þeim stuðning en því bréfi hefur ekki verið svarað," sagði Sóley.

Í samþykkt Borgarráðs kemur fram að tvær milljónir muni renna til Skottanna. Efnt verður til ráðstefnu um ofbeldi á kvennafrídaginn 24. október og daginn eftir verður haldinn útifundur til að vekja athygli á kynbundnum launamun. Styrkurinn er ætlaður sem aðstoð við framkvæmd útifundarins.

Vafalaust gleðjast Skotturnar yfir styrknum frá Reykjavíkurborg en forsvarsmaður þeirra er Guðrún Jónsdóttir, betur þekkt sem Guðrún í Stígamótum, en hún er jafnframt móðir Sóleyjar Tómasdóttur borgarfulltrúa Vinstri Grænna.






Tengdar fréttir

Femínistar reiðir vegna kvennakvölds Besta flokksins

"Það eru vond vinnubrögð og óvirðing að borgin skuli vera að troða sér inn í skipulagningu dags sem væri ekki til án vinnu grasrótarhreyfingu kvenna," segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×