Jón Ásgeir Jóhannesson: Missti sjónar á góðum gildum Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 22. apríl 2010 11:36 Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í viðskiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátttöku í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist. Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrirtæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frábæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu. Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheiminum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn - en án raunverulegrar verðmætasköpunar. Sú sápukúla sprakk með eftirminnilegum hætti. Haustið 2008 brast á í heiminum fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekkinga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töpuðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verðmæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri. Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman seglin er óveðursskýin hrönnuðust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smáatriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Markmið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst. Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í viðskiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátttöku í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist. Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrirtæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frábæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu. Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheiminum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn - en án raunverulegrar verðmætasköpunar. Sú sápukúla sprakk með eftirminnilegum hætti. Haustið 2008 brast á í heiminum fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekkinga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töpuðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verðmæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri. Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman seglin er óveðursskýin hrönnuðust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smáatriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Markmið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst. Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun