Innlent

Segir fáa hafa skráð sig úr flokknum

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

„Það er bæði um að ræða nokkrar úrsagnir en líka inngöngur í flokkinn en það er ekkert sem er teljandi í rauninni og bara svipað því sem gengur og gerist," sagði Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, spurður hvort mikið hafi verið um úrsagnir úr flokknum eftir landsfund hans um helgina.

Í kjölfar fundarins hafa verið uppi getgátur um töluverðar úrsagnir Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna. Jónmundur fékkst ekki til að gefa upp neinar tölur í þessu samhengi en sagði breytingarnar ekki vera miklar miðað við fjölda flokksmanna.- mþl










Fleiri fréttir

Sjá meira


×