Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn Brynjar Níelsson skrifar 22. desember 2010 06:00 Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum?
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar