Innlent

Fundað um fátækt á Grand Hótel

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Fundurinn er haldinn á vegum ráðuneytisins.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Fundurinn er haldinn á vegum ráðuneytisins.

Fundur um fátækt er að hefjast nú klukkan tíu á Grand Hótel Reykjavík og verður haldinn með þjóðfundarsniði. Fundurinn er á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins og er haldinn í tilefni af Evrópuári gegn fátækt. Áformað er að hann standi til klukkan fjögur í dag.

Fundarboðendur segja að þetta verði tímamótafundur í baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi en því er haldið fram að 30.000 Íslendingar lifi undir lágtekjumörkum, eða tíu prósent þjóðarinnar.

Á fundinum gefst fólki úr ýmsum hópum samfélagsins færi á að ræða þessi samfélagsmein - sem og hvaða leiðir séu færar til að vinna gegn þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×