Innlent

Ögmundur: Þjóðstjórn varhugaverð

SB skrifar

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, telur varahugavert að koma á fót þjóðstjórn á meðan ekki ríkir samstaða um hvernig farið skuli með auðlindir þjóðarinnar. Að öðru leyti sé hann hlynntur samstarfi milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir í viðtalið við Fréttablaðið í dag að vel komi til greina að koma á fót þjóðstjórn til að ná betur utanum þau vandamál sem steðja að íslensku þjóðinni. Þannig geti stjórnmálamenn einnig komið til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð í stjórnmálum.

Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, segir að hugmyndin um að koma á fót þjóðstjórn hafi ekki verið rædd innan þingflokks vinstri grænna. Almennt sé hann hlynntur samstarfi við stjórnarandstöðu.

"Ríkisstjórnin má ekki drepa á dreif því verki sem henni var falið - að standa vörð um auðlindir þjóðarinnar til sjávarins og að tryggja eignarhald á orkulindum. Þetta var verkefnið og ég hef efasemdir um að aðkoma fleiri stjórnmálaflokki að þessum verkefnum sé til þess falið að tryggja farsæla lausn - menn mega ekki drepa þessum málum á dreif sem þeim er ætlað að rekja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×