Allt smellur hjá Bjartmari Trausti Júlíusson skrifar 2. nóvember 2010 11:22 Skrýtin veröld með Bjartmari og Bergrisunum. Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár. Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár.
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira