Erlent

Bretadrottning dró heimboð til baka

Óli Tynes skrifar
Nick Griffin.
Nick Griffin.

Nick Griffin leiðtoga Breska þjóðarflokksins hefur verið meinaður aðgangur að garðveislu Elísabetar drottningar í eftirmiðdaginn.

Breski þjóðarflokkurinn er ákaflega þjóðernissinnaður flokkur sem meðal annars er í nöp við innflytjendur.

Lengst af var aðeins hvítu fólki leyft að ganga í flokkinn en því var breytt eftir að dómstóll úrskurðaði það stjórnarskrárbrot.

Breski þjóðarflokkurinn á ekkert sæti á breska þinginu en hinsvegar tvo þingmenn á Evrópuþinginu.

Það var í krafti þess sem Nick Griffin var upphaflega boðið í garðveiðsluna. Hann stærði sig hinsvegar mjög af því boði. Svo mjög að mönnum ofbauð í Buckinghamhöll.

Í yfirlýsingu frá höllinni segir að boðið hafi verið dregið til baka þar sem Griffin hafi gróflega misnotað það í pólitískum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×