Kaupþing semur við Tchenguiz 23. júní 2010 20:26 Breski fjárfestirinn Robert Tchenguiz. Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. Skilanefnd stefndi Tchenguiz og krafði hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða króna á síðasta ári. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield verslunarkeðjunni sem skilanefndin taldi að hefði átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. „Annars vegar er um að ræða mál Isis Investment Limited gegn Kaupþingi, fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem rekið hefur verið fyrir dómstólum í Englandi og Wales. Hins vegar er um að ræða mál Kaupþings gegn fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem verið hefur til meðferðar hjá dómstólum á Bresku Jómfrúareyjunum," segir á vef skilanefndar Kaupþings. Skilmálar samkomulagsins eru trúnaðarmál milli aðila fyrir utan eftirfarandi: - fjármunir sem deilt hefur verið um, og eru tilkomnir vegna sölu á Somerfield verslunarkeðjunni til Co-operative Ventures Limited, verði leystir úr haldi fjárvörsluaðila á Bresku Jómfrúareyjunum og tilheyrandi hluti að lokum greiddur til skiptastjóra Oscatello Investment Limited, - um endanlegt uppgjör er að ræða á milli Kaupþings og fjárvörsluaðila TDT vegna allra krafna sem hafðar voru uppi af þeirra hálfu í þessum tilteknu málum og á hvorugur aðila kröfu á hinn vegna þessara mála, - fjárvörsluaðilar TDT falla frá tilkalli til þessara eigna. Munu þeir enn fremur afturkalla lýstar kröfur sínar sem þær varða. „Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða fyrir Kaupþing og telur skilanefnd að hagsmunum Kaupþings og þar með kröfuhafa bankans sé best borgið með samkomulaginu," segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. Skilanefnd stefndi Tchenguiz og krafði hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða króna á síðasta ári. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield verslunarkeðjunni sem skilanefndin taldi að hefði átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. „Annars vegar er um að ræða mál Isis Investment Limited gegn Kaupþingi, fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem rekið hefur verið fyrir dómstólum í Englandi og Wales. Hins vegar er um að ræða mál Kaupþings gegn fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem verið hefur til meðferðar hjá dómstólum á Bresku Jómfrúareyjunum," segir á vef skilanefndar Kaupþings. Skilmálar samkomulagsins eru trúnaðarmál milli aðila fyrir utan eftirfarandi: - fjármunir sem deilt hefur verið um, og eru tilkomnir vegna sölu á Somerfield verslunarkeðjunni til Co-operative Ventures Limited, verði leystir úr haldi fjárvörsluaðila á Bresku Jómfrúareyjunum og tilheyrandi hluti að lokum greiddur til skiptastjóra Oscatello Investment Limited, - um endanlegt uppgjör er að ræða á milli Kaupþings og fjárvörsluaðila TDT vegna allra krafna sem hafðar voru uppi af þeirra hálfu í þessum tilteknu málum og á hvorugur aðila kröfu á hinn vegna þessara mála, - fjárvörsluaðilar TDT falla frá tilkalli til þessara eigna. Munu þeir enn fremur afturkalla lýstar kröfur sínar sem þær varða. „Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða fyrir Kaupþing og telur skilanefnd að hagsmunum Kaupþings og þar með kröfuhafa bankans sé best borgið með samkomulaginu," segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira