Vogunarsjóðir og bankar undirbúa árás á evruna 26. febrúar 2010 11:50 Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent