Gildahlöður og menningarbylting 20. október 2010 06:00 Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú?
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun