Oft var þörf en nú er nauðsyn 31. ágúst 2010 06:00 Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til?
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun