Skólamáltíðir: Gleði metnaður og hollusta í hverjum munnbita Ágúst Már Garðarsson skrifar 28. maí 2010 10:44 Það er gott að borða og góður og hollur matur bæði nærir sál og líkama auk þess að efla gleðina á vinnustaðnum. Vinnustaðir eins og skólar hafa í auknum mæli farið að bjóða uppá mat sem eldaður er á staðnum og er það vel en alltaf má gera betur. Við eigum það til að festast í hugmyndum og aðferðum sem hafa alltaf verið svona og hinum víðfræga verkahring.Eyða rétt eða spara endalaust? Hugmyndir um kostnað þarf að leiðrétta því stundum hefur sparnaður í för með sé að gæði hrapa meira en nauðsynlegt er. Sem dæmi má nefna unnar kjötvörur, þar sem í raun er verið að selja manni vatn og fitu, og græna papriku sem er bara óþroskuð paprika og þess vegna ódýrari en um leið mun lægri í vítamíninnihaldi og hreint ekki góð á bragðið heldur -svo það er varla mikill sparnaður í að kaupa eitthvað sem er ekki borðað. Slíkum hugmyndum um gæði og hollustu hef ég starfað eftir sjálfur síðustu fjögur árin með góðum árangri og þá sérstaklega eftir október 2008 þegar aðstæður breyttust í samfélaginu og verð á matvælum hækkaði svo um munaði. Kostnaðrarammar skólaeldhúsa eru ekki erfiðir og hvet ég alla stjórnendur skóla til að vera opnir gangvart kokkunum sínum um kostnaðaráætlanir, m.ö.o. að hafa alveg ljóst hvaða upphæð er á bakvið hvern nemanda og hvernig hún skiptist á milli hráefnis, launa og fasts kostnaðar. Þannig næst besti árangurinn og samvinnan skilar bæði meiri gæðum og hagkvæmni.Heimilis- og heilsumatur Ég persónulega tel best að fara milliveg íslensks heimilismatar og heilsumatreiðslu í þessum málum, þannig næst jafnvægi í næringu og kostnað auk þess að auðveldara er að bregðast við sérþörfum og mataróþoli. Ég er ekki að koma fram hér og gagnrýna alla sem að þessu hafa starfað síðustu ár heldur er ég með lausnir sem ég hef reynt sjálfur, þær get ég boðið uppá í starfi fyrir borgina okkar og veitt börnunum okkar betri þjónustu og næringa auk þess að skapa metnaðarfyllra og skemmtilegra starfsumhverfi fyrir bræður mína og systur í starfsstétt matreiðslumanna.Stjórnendur og kennarar Kennarar geta líka komið að þessum framförum í auknum mæli. Víða er svigrúm til að gera matartímann að tíma þar sem hópar og bekkir pússast betur saman og einkenni og fas einstaklinganna koma betur fram en í öðru skólastarfi. Það þarf að byrja snemma og þó að það sé oft talað um að leikskólakennarar hafi selt matartímann sinn þá ættu flestir að vera sammála um að börnin græddu á því fyrirkomulagi sem hlaust af því að geta borðað með kennurunum sínum, ég held að það mætti opna á hugmyndina að fara sömu leið í grunnskólum og það er nú þegar tilfellið í einhverjum skólum.Engin ein rétt leið Fyrst og fremst trúi ég ekki á eina reglu fyrir alla, hvorki í innkaupareglum, matreiðsluaðferðum eða útfærslu á matartímum. Heldur vil ég sjá ákveðna ramma um kostnaðarliði en þess utan hvetjandi kerfi sem býður foreldrum, kennurum og matreiðslumönnum svigrúm til að gera sitt besta innan kostnaðarramma. Hlutföll matargjalda geta líka verið sveigjanleg milli skóla og markmiðið ætti að vera fríar skólamáltíðir til að allir geti setið við sama borð hvað mat varðar -og þá er ég að tala um börnin ekki foreldrana. Einnig vil ég hvetja kokkana til að vera í tengslum við börn og foreldra hvað hugmyndir um matarvenjur varðar. Það mun koma ykkur öllum á óvart hvað hægt er að gera með hollum, góðum og skemmtilegum mat. Tímar nagga, fiskbúðings og kakósúpu eru liðnir -ekki meira lélegt fyrir börnin, við viljum best! Höfundur er matreiðslumaður og situr í 13 sæti hjá Besta flokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er gott að borða og góður og hollur matur bæði nærir sál og líkama auk þess að efla gleðina á vinnustaðnum. Vinnustaðir eins og skólar hafa í auknum mæli farið að bjóða uppá mat sem eldaður er á staðnum og er það vel en alltaf má gera betur. Við eigum það til að festast í hugmyndum og aðferðum sem hafa alltaf verið svona og hinum víðfræga verkahring.Eyða rétt eða spara endalaust? Hugmyndir um kostnað þarf að leiðrétta því stundum hefur sparnaður í för með sé að gæði hrapa meira en nauðsynlegt er. Sem dæmi má nefna unnar kjötvörur, þar sem í raun er verið að selja manni vatn og fitu, og græna papriku sem er bara óþroskuð paprika og þess vegna ódýrari en um leið mun lægri í vítamíninnihaldi og hreint ekki góð á bragðið heldur -svo það er varla mikill sparnaður í að kaupa eitthvað sem er ekki borðað. Slíkum hugmyndum um gæði og hollustu hef ég starfað eftir sjálfur síðustu fjögur árin með góðum árangri og þá sérstaklega eftir október 2008 þegar aðstæður breyttust í samfélaginu og verð á matvælum hækkaði svo um munaði. Kostnaðrarammar skólaeldhúsa eru ekki erfiðir og hvet ég alla stjórnendur skóla til að vera opnir gangvart kokkunum sínum um kostnaðaráætlanir, m.ö.o. að hafa alveg ljóst hvaða upphæð er á bakvið hvern nemanda og hvernig hún skiptist á milli hráefnis, launa og fasts kostnaðar. Þannig næst besti árangurinn og samvinnan skilar bæði meiri gæðum og hagkvæmni.Heimilis- og heilsumatur Ég persónulega tel best að fara milliveg íslensks heimilismatar og heilsumatreiðslu í þessum málum, þannig næst jafnvægi í næringu og kostnað auk þess að auðveldara er að bregðast við sérþörfum og mataróþoli. Ég er ekki að koma fram hér og gagnrýna alla sem að þessu hafa starfað síðustu ár heldur er ég með lausnir sem ég hef reynt sjálfur, þær get ég boðið uppá í starfi fyrir borgina okkar og veitt börnunum okkar betri þjónustu og næringa auk þess að skapa metnaðarfyllra og skemmtilegra starfsumhverfi fyrir bræður mína og systur í starfsstétt matreiðslumanna.Stjórnendur og kennarar Kennarar geta líka komið að þessum framförum í auknum mæli. Víða er svigrúm til að gera matartímann að tíma þar sem hópar og bekkir pússast betur saman og einkenni og fas einstaklinganna koma betur fram en í öðru skólastarfi. Það þarf að byrja snemma og þó að það sé oft talað um að leikskólakennarar hafi selt matartímann sinn þá ættu flestir að vera sammála um að börnin græddu á því fyrirkomulagi sem hlaust af því að geta borðað með kennurunum sínum, ég held að það mætti opna á hugmyndina að fara sömu leið í grunnskólum og það er nú þegar tilfellið í einhverjum skólum.Engin ein rétt leið Fyrst og fremst trúi ég ekki á eina reglu fyrir alla, hvorki í innkaupareglum, matreiðsluaðferðum eða útfærslu á matartímum. Heldur vil ég sjá ákveðna ramma um kostnaðarliði en þess utan hvetjandi kerfi sem býður foreldrum, kennurum og matreiðslumönnum svigrúm til að gera sitt besta innan kostnaðarramma. Hlutföll matargjalda geta líka verið sveigjanleg milli skóla og markmiðið ætti að vera fríar skólamáltíðir til að allir geti setið við sama borð hvað mat varðar -og þá er ég að tala um börnin ekki foreldrana. Einnig vil ég hvetja kokkana til að vera í tengslum við börn og foreldra hvað hugmyndir um matarvenjur varðar. Það mun koma ykkur öllum á óvart hvað hægt er að gera með hollum, góðum og skemmtilegum mat. Tímar nagga, fiskbúðings og kakósúpu eru liðnir -ekki meira lélegt fyrir börnin, við viljum best! Höfundur er matreiðslumaður og situr í 13 sæti hjá Besta flokknum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar