Viðskipti innlent

Íslenskt sprotafyrirtæki opnar fyrsta umhverfisvæna tölvuskýið

Tryggvi Lárusson þróunarstjóri Greenqloud (til vinstri) og Eiríkur Sveinn Hrafnsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Tryggvi Lárusson þróunarstjóri Greenqloud (til vinstri) og Eiríkur Sveinn Hrafnsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki, Greenqloud, mun opna fyrsta umhverfisvæna tölvuský heimsins síðar á þessu ári.

Tölvuský eru ekki ný af nálinni en það sem Greenqould býður upp á er vélbúnaður sem hýstur er í gagnaverum og síðan leigður út til viðskiptavina sem sjálfsafgreiðsla, það er viðskiptavinurinn borgar bara fyrir þann tíma sem hann notar og þarf því ekki sjálfur að greiða háar upphæðir fyrir vélbúnaðinn.

Í tilkynningu frá Greenqloud segir að áætlanir þeirra hafi vakið mikinn áhuga erlendis og fjallað hefur verið um málið á vefsíðum fjölmiðla á borð við New York Times og Fortune.

Það er einkum notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum við tölvuský Greenqloud sem vakið hefur athygli en hug- og vélbúnaður fyrirtækisins verður keyrður alfarið innan íslensku gagnaveranna.

Fyrir utan endurnýjanlega orkugjafa nýtir Greenqloud sér einnig náttúrulegar aðstæður á Íslandi, það er að kalt veðurfar dregur úr örkuþörfinni við að kæla búnaðinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×