Innlent

Fundur líklega boðaður í ágúst

Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson
Vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar hefur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskað eftir að boðaður verði sem fyrst fundur í sjávarútvegsnefnd.

Hann óskar einnig eftir því að fundinn sitji fulltrúar LÍÚ, Ástráður Haraldsson lögfræðingur og fulltrúar starfshóps ráðuneytisins um veiðar á úthafsrækju auk fulltrúa Byggðastofnunar.

„Það eru allir starfsmenn farnir í frí þannig að ég á ekki von á að ná þessum fundi fyrr en í ágúst,“ segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og formaður sjávarútvegsnefndar. Hann kveðst þó eiga eftir að ræða málið nánar við Jón. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×