Lífið

Sólveig föst í Svíþjóð - sýningin fellur niður

Sólveig og félagar í hlutverkum sínum í sjónvarpsþættinum þýska.
Sólveig og félagar í hlutverkum sínum í sjónvarpsþættinum þýska.

Sýning á leikritinu Eilíf óhamingja í Borgarleikhúsinu sem átti að fara fram klukkan 20 í kvöld fellur niður.

Ástæðan er sú að Sólveig Arnarsdóttir leikkona, sem fer með stórt hlutverk í sýningunni, er föst í Svíþjóð og kemst hvorki lönd né strönd frekar en aðrir.

Sólveig var stödd við tökur á þýska spennuþættinum Der Kommissar und das Meer þar sem hún fer með hlutverk lögreglukonunnar Karin Jacobsson.

Eilíf Óhamingja er nýtt íslenskt leikverk eftir Þorleif Örn Arnarson og Andra Snæ Magnason. Verkið fjallar öðrum þræði um hrunið og kreppuna og þær hörmungar sem hafa dunið á íslenskri þjóð síðasta árið. Nú dynja hörmungar í öðru formi yfir þjóðina sem hafa áhrif á allt samfélagið - líka leikhúsið.

Miðasala Borgarleikhússins mun hafa samband við alla þá sem áttu miða og bjóða þeim að breyta miðunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.