Hár og aftur hár Trausti Júlíusson skrifar 30. september 2010 22:51 Wish You Were Hair með Hairdoctor. Tónlist: **Wish You Were Hair með Hairdoctor.Hairdoctor er hljómsveit skipuð Jóni Atla Helgasyni hárgreiðslumanni og plötusnúði með meiru og Árna Rúnari Hlöðverssyni sem er þekktastur sem meðlimur FM Belfast.Wish You Were Hair er önnur platan sveitarinnar en sú fyrri, Shampoo, kom út fyrir fimm árum. Nýja platan er sjö laga og tveir gestasöngvarar koma við sögu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir syngur með Jóni Atla í upphafslaginu, Dagur eitt, sem er langbesta lag plötunnar, en Bóas Hallgrímsson syngur í If You Love Me.Tónlist Hárdoktorsins er samsett úr fínum grunnefnum eins og flottum töktum, stuði og húmor (nafnið á plötunni er t.d. snilld!). Ágætar hugmyndir og góð stemning í þessu bandi. Það sem hins vegar vantar upp á eru annars vegar lagasmíðarnar og hins vegar hljómburðurinn. Lögin á Wish You Were Hair eru ansi misjöfn og eins og áður segir stendur Dagur eitt upp úr.Hljómurinn er viljandi svolítið lo-fi sem getur alveg komið vel út, en mér finnst hann samt of vondur á köflum hér, gítarsándið er t.d. hörmung. Platan kemur þó betur út í tölvunni og mp3-spilaranum heldur en í betri græjum.Á heildina litið þokkaleg plata.Niðurstaða: Flott nafn, fínt umslag og eitt gott lag. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist: **Wish You Were Hair með Hairdoctor.Hairdoctor er hljómsveit skipuð Jóni Atla Helgasyni hárgreiðslumanni og plötusnúði með meiru og Árna Rúnari Hlöðverssyni sem er þekktastur sem meðlimur FM Belfast.Wish You Were Hair er önnur platan sveitarinnar en sú fyrri, Shampoo, kom út fyrir fimm árum. Nýja platan er sjö laga og tveir gestasöngvarar koma við sögu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir syngur með Jóni Atla í upphafslaginu, Dagur eitt, sem er langbesta lag plötunnar, en Bóas Hallgrímsson syngur í If You Love Me.Tónlist Hárdoktorsins er samsett úr fínum grunnefnum eins og flottum töktum, stuði og húmor (nafnið á plötunni er t.d. snilld!). Ágætar hugmyndir og góð stemning í þessu bandi. Það sem hins vegar vantar upp á eru annars vegar lagasmíðarnar og hins vegar hljómburðurinn. Lögin á Wish You Were Hair eru ansi misjöfn og eins og áður segir stendur Dagur eitt upp úr.Hljómurinn er viljandi svolítið lo-fi sem getur alveg komið vel út, en mér finnst hann samt of vondur á köflum hér, gítarsándið er t.d. hörmung. Platan kemur þó betur út í tölvunni og mp3-spilaranum heldur en í betri græjum.Á heildina litið þokkaleg plata.Niðurstaða: Flott nafn, fínt umslag og eitt gott lag.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira