Innlent

Fimm mínútur að landa Maríulaxinum - Myndir

Hafsteinn Hauksson skrifar
Jón Gnarr - ánægður með veiðina.
Jón Gnarr - ánægður með veiðina.

Laxveiði í Elliðaánum hófst klukkan sjö í morgun, og venju samkvæmt renndi borgarstjóri fyrir fyrsta laxinn. Nýi borgarstjórinn Jón Gnarr sagðist vera seinheppinn veiðimaður í opinberri dagbók sinni í gær, en það var svo sannarlega ekki að sjá í morgun. Um fimm mínútur yfir sjö hófst hann handa við veiðina, og innan við fimm mínútum síðar beit á fallegur sex punda hængur.

Jón var ekki lengi að landa honum með aðstoð fulltrúa Stangveiðifélags Reykjavíkur og rotaði laxinn svo öruggum höndum. Þetta var fyrsti lax Jóns, en í dagbókinni sagðist hann aðeins einu sinni hafa farið í laxveiði áður. Þáveiddi hann sjóbirting með því að flækja hann í línunni.

Jón mun svo bíta veiðiugga fisksins af eins og vaninn er með Maríulaxa. Hann sagðist ekki kvíða því að bitinn yrði ógeðslegur, enda vanur því að borða sushi.

Horft af brúnni. Jón rennir fyrir lax.Mynd/Valgarður
Jón hefur laxinn til lofts. Ljósmyndarar fylgjast spenntir með.Mynd/Valgarður
Jón Gnarr stillir sér upp fyrir framan ljósmyndara.Mynd/Valgarður
Jón Gnarr gengur á brott með laxinn. Síðar beit Jón uggan af laxinum.Mynd/Valgarður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×