Gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 24. janúar 2010 18:30 Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara. Vafningsmálið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara.
Vafningsmálið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira