Acta óttast gjaldþrot, 300 Svíar ætla í mál við félagið 23. febrúar 2010 09:41 Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að heildarkröfur á hendur Acta ef félagið tapar hóplögsókninni myndu nema einum milljarði sænskra kr. eða tæpum 18 milljörðum kr. „Þennan milljarð eigum við ekki til," segir Geir Inge Solberg forstjóri Acta í samtali við e24.se.Eins og áður hefur komið fram hér á visir.is hafa um 3.200 Svíar fengið tilboð frá Kaupþingi um 40% afskriftir af lánum sínum í bankanum þar í landi.Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Voru lánin með veði í bréfunum. Heildarupphæðin á þessum lánum nemur um milljarði sænskra kr. eða tæplega 18 milljörðum kr. Umræddir Svíar fengu að jafnaði 350.000 sænskar kr. hver að láni frá Kaupþingi til þessara skuldabréfakaupa.Kaupin á skuldabréfunum fóru fram í gegnum fjármálafyrirtækið Acta Kapitalförvalting. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að fyrrgreindir 3.200 viðskiptavinir Acta fengu í síðasta mánuði rukkunarbréf frá norska innheimtufélaginu Lindorff um að borga lán sín.Lindorff hafði tekið að sér að rukka inn þessi lán Kaupþings en deilt hefur verið um hver skuli greiða þau. Í dag fengu svo þessir viðskiptavinir Acta tilboð frá Kaupþingi um að þeir sleppa við að borga 40% af þessum lánum.Þetta nýja tilboð Kaupþing fól í sér að bankinn kaupir aftur umrædd skuldabréf, sem voru grunnurinn fyrir fjárfestingum Svíana hjá Acta. Svíarnir fá 40% af nafnvirði skuldabréfanna, það er tapa 60%.Á e24.se segir að þessu tilboði Kaupþings fylgi einn böggull skammrifi. Svíarnir verða að gefa frá sér allan rétt á lögsókn gegn Kaupþingi og Acta vegna þessara viðskipta.Nú hafa a.m.k. 300 Svíar hafnað tilboði Kaupþings og ætla saman í hóplögsókn gegn Acta til að reyna að fá fé sitt endurheimt. Fari svo að Svíarnir vinni málið munu tæplega 3.000 landar þeirra væntanlega fylgja í kjölfarið með sömu kröfurnar. Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að heildarkröfur á hendur Acta ef félagið tapar hóplögsókninni myndu nema einum milljarði sænskra kr. eða tæpum 18 milljörðum kr. „Þennan milljarð eigum við ekki til," segir Geir Inge Solberg forstjóri Acta í samtali við e24.se.Eins og áður hefur komið fram hér á visir.is hafa um 3.200 Svíar fengið tilboð frá Kaupþingi um 40% afskriftir af lánum sínum í bankanum þar í landi.Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Voru lánin með veði í bréfunum. Heildarupphæðin á þessum lánum nemur um milljarði sænskra kr. eða tæplega 18 milljörðum kr. Umræddir Svíar fengu að jafnaði 350.000 sænskar kr. hver að láni frá Kaupþingi til þessara skuldabréfakaupa.Kaupin á skuldabréfunum fóru fram í gegnum fjármálafyrirtækið Acta Kapitalförvalting. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að fyrrgreindir 3.200 viðskiptavinir Acta fengu í síðasta mánuði rukkunarbréf frá norska innheimtufélaginu Lindorff um að borga lán sín.Lindorff hafði tekið að sér að rukka inn þessi lán Kaupþings en deilt hefur verið um hver skuli greiða þau. Í dag fengu svo þessir viðskiptavinir Acta tilboð frá Kaupþingi um að þeir sleppa við að borga 40% af þessum lánum.Þetta nýja tilboð Kaupþing fól í sér að bankinn kaupir aftur umrædd skuldabréf, sem voru grunnurinn fyrir fjárfestingum Svíana hjá Acta. Svíarnir fá 40% af nafnvirði skuldabréfanna, það er tapa 60%.Á e24.se segir að þessu tilboði Kaupþings fylgi einn böggull skammrifi. Svíarnir verða að gefa frá sér allan rétt á lögsókn gegn Kaupþingi og Acta vegna þessara viðskipta.Nú hafa a.m.k. 300 Svíar hafnað tilboði Kaupþings og ætla saman í hóplögsókn gegn Acta til að reyna að fá fé sitt endurheimt. Fari svo að Svíarnir vinni málið munu tæplega 3.000 landar þeirra væntanlega fylgja í kjölfarið með sömu kröfurnar.
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira