Alvöru da Vinci leyndarmál í augum Monu Lisu Óli Tynes skrifar 13. desember 2010 13:34 Mona Lisa Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu. Ráðist var í nýja rannsókn á verkinu eftir að einn nefndarmanna rakst á bók á fornbókasölu þar sem talað var um tákn í augum Monu Lisu. Fræðimenn fóru þá að horfast í augu við dísina í gegnum risastórt stækkunargler. Og sjá, þar leyndust tákn. Silvano Vinceti formaður menningararfs-nefndarinnar segir að stafirnir séu agnarsmáir en sjáist greinilega með stækkunarglerinu. Í hægri augastein Monu Lisu eru stafirnir LV sem gæti staðið fyrir Leonardo da Vinci. Í vinstra auganu eru táknin ekki jafn skýr en stafirnir gætu verið CE eða CB. Einnig má greina annaðhvort töluna 72 eða L2. Vinceti segir að hafa verði í huga að málverkið sé nær 500 ára gamalt og stafirnir því ekki jafn skýrir og þegar það var fyrst málað. Enginn vafi leiki hinsvegar á að þetta var með vilja gert. „Við vitum að da Vinci lét sér sérstaklega annt um Monu Lisu og að síðustu ár ævi sinnar tók hann málverkið með sér hvert sem hann fór„ segir Silvano Vinceti. „Við vitum líka að í verkum sínum notaði da Vinci tákn til þess að senda skilaboð." Hvaða skilaboð táknin í augum Monu Lisu flytja mun sjálfsagt kosta miklar vangaveltur. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu. Ráðist var í nýja rannsókn á verkinu eftir að einn nefndarmanna rakst á bók á fornbókasölu þar sem talað var um tákn í augum Monu Lisu. Fræðimenn fóru þá að horfast í augu við dísina í gegnum risastórt stækkunargler. Og sjá, þar leyndust tákn. Silvano Vinceti formaður menningararfs-nefndarinnar segir að stafirnir séu agnarsmáir en sjáist greinilega með stækkunarglerinu. Í hægri augastein Monu Lisu eru stafirnir LV sem gæti staðið fyrir Leonardo da Vinci. Í vinstra auganu eru táknin ekki jafn skýr en stafirnir gætu verið CE eða CB. Einnig má greina annaðhvort töluna 72 eða L2. Vinceti segir að hafa verði í huga að málverkið sé nær 500 ára gamalt og stafirnir því ekki jafn skýrir og þegar það var fyrst málað. Enginn vafi leiki hinsvegar á að þetta var með vilja gert. „Við vitum að da Vinci lét sér sérstaklega annt um Monu Lisu og að síðustu ár ævi sinnar tók hann málverkið með sér hvert sem hann fór„ segir Silvano Vinceti. „Við vitum líka að í verkum sínum notaði da Vinci tákn til þess að senda skilaboð." Hvaða skilaboð táknin í augum Monu Lisu flytja mun sjálfsagt kosta miklar vangaveltur.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“