Erlent

Bunkar af brúðhjónum

Óli Tynes skrifar
Asan, 10.10.10.
Asan, 10.10.10. Mynd/AP

Sunnudagurinn 10.10.10 var vinsæll hjá kærustupörum um allan heim til að festa ráð sitt. Nær allar kirkjur Íslands voru undirlagðar og það átti einnig við erlendis. Sumsstaðar dugðu raunar ekki kirkjurnar. Það var kannski sérstaklega í Asíu þar sem hefð er fyrir fjöldabrúðkaupum.

Í borginni Asan í Suður-Kóreu komu til dæmis saman 7.200 pör víðsvegar að úr heiminum til þess að gifta sig. Sú vígsla fór fram í Sameiningarkirkju Sun Myung Moons, sem er gjarn á að gefa fólk saman í bunkum. Þetta var önnur fjöldavígsla kirkjunnar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×