Tiger í þriðja sæti - Westwood efstur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2010 22:56 Tiger í eldlínunni í dag. Þriðja keppnisdegi af fjórum á Masters-mótinu er lokið. Englendingurinn Lee Westwood er efstur fyrir lokadaginn en Tiger Woods er í þriðja sæti og hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Tiger átti frekar skrautlegan dag í dag. Hann náði 7 fuglum, 6 pörum en var með 5 skolla. Kom því í hús á 70 höggum annan daginn í röð eða 2 höggum undir pari. Tiger því samtals á 8 höggum undir pari rétt eins og KJ Choi en þeir hafa verið eins og síamstvíburar allt mótið og nánast haldist í hendur frá fyrsta degi. Spilað í sama holli frá upphafi og munu klára mótið saman. Westwood er 4 höggum á undan Tiger fyrir lokadaginn eða á 12 höggum undir pari. Westwood spilaði enn og aftur frábærlega í dag og kom í hús á 4 höggum undir pari. Hann er einn efstur en aðeins höggi á eftir honum er Phil Mickelson sem lék enn betur í dag og lék á 5 höggum undir pari í dag og því samtals á 11 höggum undir pari. Gamla brýnið Fred Couples leiddi eftir fyrsta daginn en missti dampinn í gær. Hann kom þó aftur upp sterkur í dag og lék á 4 höggum undir pari og er því aðeins höggi á eftir Tiger og Choi. Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þriðja keppnisdegi af fjórum á Masters-mótinu er lokið. Englendingurinn Lee Westwood er efstur fyrir lokadaginn en Tiger Woods er í þriðja sæti og hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Tiger átti frekar skrautlegan dag í dag. Hann náði 7 fuglum, 6 pörum en var með 5 skolla. Kom því í hús á 70 höggum annan daginn í röð eða 2 höggum undir pari. Tiger því samtals á 8 höggum undir pari rétt eins og KJ Choi en þeir hafa verið eins og síamstvíburar allt mótið og nánast haldist í hendur frá fyrsta degi. Spilað í sama holli frá upphafi og munu klára mótið saman. Westwood er 4 höggum á undan Tiger fyrir lokadaginn eða á 12 höggum undir pari. Westwood spilaði enn og aftur frábærlega í dag og kom í hús á 4 höggum undir pari. Hann er einn efstur en aðeins höggi á eftir honum er Phil Mickelson sem lék enn betur í dag og lék á 5 höggum undir pari í dag og því samtals á 11 höggum undir pari. Gamla brýnið Fred Couples leiddi eftir fyrsta daginn en missti dampinn í gær. Hann kom þó aftur upp sterkur í dag og lék á 4 höggum undir pari og er því aðeins höggi á eftir Tiger og Choi.
Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira