Erlent

Talsmaður Al-Kaída handsamaður

Adam Yahiye Gadahn.
Adam Yahiye Gadahn.

Talsmaður Al-Kaída, Adam Yahiye Gadahn, hefur verið handsamaður af bandarískum yfirvöldum en Adam þykir mikill fengur í þrotlausri baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum.

Adam er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Hann tók Íslamska trú ungur og fluttir svo til Afganistan árið 1997. Talið er að hann hafi hlotið herþjálfun í búðum Al-Kaída í Afganistan. Síðar varð hann talsmaður og ráðgjafi samtakanna.

Bandaríski herinn upplýsti í dag að Adam hefði verið handtekinn í Pakistan og þykir handtakan hans merki um aukið samstarf Bandaríkjanna og Pakistans í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Adam kom síðast fram í fjölmiðlum þegar hann lofaði fjöldamorð bandaríska hermannsins Nidal Hasan í Fort Hood fyrir áramót. Þá skaut hann og myrti bandaríska hermenn með þeim afleiðingum að hann var sjálfur skotinn. Hann lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti.

Adam er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að vera ákærður fyrir þjóðernissvik þar í landi í 50 ár. Verði Adam fundinn sekur verður hann tekinn af lífi samkvæmt bandarískum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×