Innlent

Vegfarendur björguðu manni úr á

Vegfarendur björguðu manni úr bíl sem hafði lent út í miðri ánni Bresti í Eldhrauni nálægt Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitin Kyndill frá Klaustri var á staðnum og lögregla einnig. Lögreglumaður sagðist í samtali við Vísi að óljóst væri enn með hvaða hætti óhappið hefði borið að. Ökumaðurinn er heill á húfi en í uppnámi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×