Viðskipti innlent

Líf að færast í fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 63. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.715 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,2 milljónir króna.

Þetta er töluvert meiri sala en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 51 seld eign á viku. Hinsvegar er meðalupphæðin á svipuðum slóðum og meðaltal síðustu 12 vikna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. Þar segir að á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 107 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 8 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 148 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 46 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,4 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×