Innlent

Gengislánin: Vildi ekki lögfræðiálit

SB skrifar
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, vildi ekki fá lögfræðiálit á ólöglegum gengislánum.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, vildi ekki fá lögfræðiálit á ólöglegum gengislánum.

Viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að fá lögfræðiálit á gengistryggðum lánum þar sem málið væri fyrir dómstólum. Eygló Þóra Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir andvaraleysi.

"Ég spyr hvar hefur Gylfi Magnússon verið undanfarna mánuði," segir Eygló í pistli á bloggsíðu sinni. Hún vitnar í orð Gylfa Magnússonar um að ríkið gæti tapað hundrað milljörðum vegna dóms Hæstaréttar og bendir svo á að hún hafi spurt um lögmæti gengistryggðu lánanna í mars síðastliðnum.

Í fyrirspurn sinni spurði Eygló:

Hefur ráðuneytið aflað lögfræðiálits (eins eða fleiri) um lögmæti gengistryggðra lána?

Svarið var nei.

Og jafnframt: Ef svo er ekki, af hverju hefur ráðuneytið ekki aflað slíks álits?

Svar efnahags- og viðskiptaráðherra var: Þar sem þessi málefni eru nú til meðferðar fyrir dómstólum telur ráðuneytið ekki ástæðu til að afla álits af þessu tagi.

Eygló segir þetta mál dæmi um andvaraleysi ríkisstjórnarinnar.

„Engin viðbragðsáætlun var til staðar, ekkert plan frekar en fyrir hrun. Ráðherrar, FME og Seðlabankinn úti að aka. Enn á ný ætlar enginn að axla ábyrgð á hugsanlega hundrað milljarða króna tapi íslenska ríkisins sem hefði verið hægt að lágmarka ef tillit hefði verið tekið til þessa við uppgjör nýju og gömlu bankanna."

Og að lokum segir Eygló:

„DEJA VU 2008 eða hvað?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×