Erlent

Katalónía bannar nautaat

Óli Tynes skrifar
Nautin tapa samt alltaf að lokum.
Nautin tapa samt alltaf að lokum.

Þingið í Katalóníuhéraði á Spáni hefur samþykkt að banna nautaat. Bannið tekur gildi árið 2012.

Katalónía er fyrsta héraðið á meginlandi Spánar sem bannar nautaat, en það var bannað á Kanaríeyjum fyrir nokkrum árum.

Þingið tók málið fyrir eftir að hafa fengið undirskriftalista með 180 þúsund undirskriftum.

Sigur andstæðinga nautaats var naumur. 68 voru meðmæltir banni, 55 á móti og níu sátu hjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×