Innlent

Sáu ríflega þúsund seli

Selatalningin fer fram í lok júli þar sem mestar líkur eru á að selir liggi uppi í fjöru þegar veður er gott.
Selatalningin fer fram í lok júli þar sem mestar líkur eru á að selir liggi uppi í fjöru þegar veður er gott.
Selasetur Íslands stóð fyrir selatalningu í innanverðum Húnaflóa á sunnudaginn. Alls sáust 1.054 selir samanborið við 1.019 í fyrra.

Alls tóku 30 manns þátt í talningunni, þar af 25 sjálfboðaliðar. Flestir fóru fótgangandi en einhverjir fóru ríðandi. Auk þess voru nokkrir um borð í selaskoðunarbátnum Brimli en þeir töldu seli við innanverðan Miðfjörð.

Talningin tók um tvo tíma en byrjað var að telja tveimur tímum fyrir háfjöru. Áhersla er lögð á að telja öll svæði á sama tíma til að koma í veg fyrir tvítalningu. – th



Fleiri fréttir

Sjá meira


×