Viðskipti innlent

Þriðja endurskoðun AGS léttir undir afnámi hafta

Þriðja endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á efnahagsáætlun Íslands í lok þessa mánaðar muni stuðla að því að hægt sé að hefja afnám gjaldeyrishaftanna.

Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gerði grein fyrir vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar á fundi sem nú stendur yfir í Seðlabankanum.

Már segir að enn sé gert ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni hluta ársins. Verðbólgan verði komin niður að markmiðum bankans um næstu áramót. Því sé enn svigrúm til frekari slökunar á aðhaldi með frekari lækkun vaxta.

Gengiskaup Seðlabankans virðast ekki hafa haft áhrif á gengi krónunnar en bankinn hóf þessi kaup í síðasta mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×