Bono óheppinn með fjárfestingar sínar 28. mars 2010 12:00 Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. Fjallað er um málið á vefsíðunni 24/7 Wall St. Þar segir að m.a. að Bono greiddi 460 milljónir dollara, eða tæpa 60 milljarða kr. árið 2007 fyrir 25% hlut í fjárfestingafélaginu Elevation Partners. Félag þetta sérhæfir sig í að aðstoða fjölmiðla og fyrirtæki í afþreyingariðnaðinum við að markaðssetja góðar hugmyndir. Elevation Partners hafa fjárfest í nokkrum verkefnum með hörmulegum árangri. Má þar m.a. nefna félagið Palm sem framleiðir farsíma. Palm tapaði stórum upphæðum á símanum Pré. Við þau ótíðindi lækkuðu hlutir í Elevation um 30%. Í fyrra voru hlutir í Elevation metnir á tæplega 20 dollara. Í dag standa þeir í 3,65 dollurum. Raunar má telja gott að félagið geti forðað sér frá gjaldþroti að mati Whitney Tilson hjá T2 Partners. „Það eru 90% líkur á að Elevation fari í gjaldþrot eða greiðslustöðvun á þessu ári," segir Tilson. Það bætir svo ekki stöðuna að Elevation setti 300 milljónir dollara , eða tæplega 40 milljarða kr. í netþjónustu Forbes árið 2006. Síðan hefur verðmatið á þjónustunni fallið úr 750 milljónum dollara og niður í 100 milljónir dollara. Af öðrum fjárfestingum Bono má nefna fasteignavefsíðuna Move sem fjárfestingarsjóður Bono fjárfesti 100 milljónir dollara eða tæplega 13 milljarða kr. í árið 2005. Síðan hefur verðmæti Move lækkað um helming. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. Fjallað er um málið á vefsíðunni 24/7 Wall St. Þar segir að m.a. að Bono greiddi 460 milljónir dollara, eða tæpa 60 milljarða kr. árið 2007 fyrir 25% hlut í fjárfestingafélaginu Elevation Partners. Félag þetta sérhæfir sig í að aðstoða fjölmiðla og fyrirtæki í afþreyingariðnaðinum við að markaðssetja góðar hugmyndir. Elevation Partners hafa fjárfest í nokkrum verkefnum með hörmulegum árangri. Má þar m.a. nefna félagið Palm sem framleiðir farsíma. Palm tapaði stórum upphæðum á símanum Pré. Við þau ótíðindi lækkuðu hlutir í Elevation um 30%. Í fyrra voru hlutir í Elevation metnir á tæplega 20 dollara. Í dag standa þeir í 3,65 dollurum. Raunar má telja gott að félagið geti forðað sér frá gjaldþroti að mati Whitney Tilson hjá T2 Partners. „Það eru 90% líkur á að Elevation fari í gjaldþrot eða greiðslustöðvun á þessu ári," segir Tilson. Það bætir svo ekki stöðuna að Elevation setti 300 milljónir dollara , eða tæplega 40 milljarða kr. í netþjónustu Forbes árið 2006. Síðan hefur verðmatið á þjónustunni fallið úr 750 milljónum dollara og niður í 100 milljónir dollara. Af öðrum fjárfestingum Bono má nefna fasteignavefsíðuna Move sem fjárfestingarsjóður Bono fjárfesti 100 milljónir dollara eða tæplega 13 milljarða kr. í árið 2005. Síðan hefur verðmæti Move lækkað um helming.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira