Viðskipti innlent

Kaupmáttur eykst í fyrsta sinn frá hruni

Hafsteinn Hauksson skrifar
Hagstofan birtir í dag tölur yfir þróun launa og kaupmáttar fyrir júnímánuð. Tölurnar marka tímamót, því kaupmáttur yfir tólf mánaða tímabil er nú að aukast í fyrsta sinn frá því talsvert fyrir hrun.

Kaupmáttur mælir hlutfallið milli launa og verðlags, það er að segja hvort laun fólksins í landinu geti að meðaltali keypt meira eða minna eftir að tillit hefur verið tekið til verðhækkana í samfélaginu.

Þannig má rekja kaupmáttaraukninguna í júní til launahækkana annarsvegar og verðhjöðnunar hinsvegar sem átti sér stað frá fyrri mánuði.

Launavísitala hækkaði um 2,2 prósent frá maímánuði, en rekja má þessa afgerandi hækkun til ýmissa samningsbundinna launahækkana sem komu til framkvæmda 1. júní síðastliðinn, til dæmis hjá ASÍ, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og BSRB.

Kaupmáttur í júní síðastliðnum var því 0,3 prósentum meiri en í júní á síðasta ári, og 2,6 prósentum meiri en í maímánuði.

Kaupmáttur jókst síðast yfir tólf mánaða tímabil í janúar árið 2008. Þá náði kaupmáttarvísitalan hámarki sínu í 120 stigum, en jafnvel þó viðsnúningur hafi orðið á þróuninni í síðasta mánuði er langt í að kaupmáttur nái viðlíka hæðum. Vísitalan stendur nú í rúmlega 106 og hálfu stigi, og hefur því rýrnað um rúm ellefu prósent frá því í ársbyrjun 2008.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
1,55
9
345.714
EIM
1,42
8
184.858
SJOVA
1,07
25
819.021
ARION
1,05
46
849.456
FESTI
0,63
13
218.031

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,55
6
94.656
EIK
-1,41
3
10.866
ICEAIR
-1,37
60
37.456
SYN
-1,35
7
10.231
SVN
-0,31
36
25.051
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.