Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2010 18:45 Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Bandaríski rithöfundurinn Michael Lewis sem er fyrrum undrabarn á Wall Street útskýrir í nýjustu bók sinni hvernig snillingarnir á Wall Street töpuðu 1,75 þúsund milljörðum dollara á undirmálslánamarkaðnum og orsökuðu þannig efnahagshrunið sem teygði anga sína út allan heim og þar með til Íslands. Lewis þessi skrifaði umdeilda grein um Ísland í tímaritið Vanity Fair á síðasta ári sem vakti gríðarlega athygli, en í nýjasta þætti 60 mínútna er rætt við Lewis um nýjustu bók hans, The Big Short. Í bókinni gerir Lewis m.a grein fyrir því að aðeins sárafáir einstaklingar hafi séð hrunið fyrir og vitað að miðlarar á Wall Street hafi verið að kaupa handónýta skuldabréfavafninga. Einn þeirra sem vissi þetta var Michael Burry, eineygður læknir í Kaliforníu með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund einhverfu, en hann hengdi læknasloppinn á snagann og stýrir í dag vogunarsjóði. Hann segist hafa grætt gífurlega mikla peninga með því að veðja gegn Wall Street, en hann tók þátt í að móta markað með skuldatryggingar á skuldabréfavafningana.60 mínútur er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl. 22:50, en rætt verður ítarlega við bæði Lewis og Burry í þættinum.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira