Innlent

Umsóknin að ESB verður rædd 17. júní

Búist er við því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði tekin fyrir á fundi leiðtogaráðs sambandsins þann 17. júní næstkomandi. Þetta hefur ríkisútvarpið eftir Kristjáni Guy Burgess, aðstoðarmanni utanríkisráðherra.

Umræður um umsóknina er þó ekki að finna í formlegri dagskrá ráðsins. Taka átti umsókn Íslands fyrir í mars en þá gátu þýsku fulltrúarnir ekki tekið afstöðu til hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×