Íslenskt mál og íslensk fyndni 18. ágúst 2010 06:00 Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun