Ögmundur: Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga 15. janúar 2010 15:24 Ögmundur Jónasson. Þingmaður Vinstir grænna, Ögmundur Jónasson, er harðorður í garð Svía eftir viðtal Reuters við forsætisráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt, sem Vísir birti meðal annars í gær. Í bloggfærslu á heimsíðu sinni segir Ögmundur: „Skyldu Svíar skilja að Íslendingar véfengja greiðsluskyldu sína? Skyldu Svíar sklija að greiðsluskilmálarnir eru ósvífin þvingunarúrræði? Skyldu Svíar skilja að þeir eru orðnir handrukkarar Breta og Hollendinga?" Tilefnið eru ummæli Reinfeldt þar sem hann sagði að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gefi grænt ljós á endurskoðun efnahagsáætlunar á Íslandi. Reinfeldt sagði í viðtali við Reuters: „Við viljum að Ísland haldi sig við þessar alþjóðlegu skuldbindingar og í kjölfarið munum við standa við okkar loforð." Ögmundi blöskrar þessi ummæli sem og yfirlýsingu framkvæmdarstjóra AGS, Domnique Strauss-Kahn, þar sem hann sagði þrýsting frá alþjóðasamfélaginu að Ísland klári Icesave skuldbindingar sínar verði til þess að AGS þurfi að fresta endurskoðun sinni. Ögmundur er þó sárreiðastur Svíum og skrifar á bloggið sitt: „Kannski finnst Reinfeldt forsætisráðherra það vera í góðu lagi að gerast handrukkari. En hvað skyldi sænsku þjóðinni finnast um þetta nýja hlutverk sitt? Hvað skyldi þjóðinni sem átti Olov Palme finnast um að vera komin í fótgöngulið fjármagnsins gegn fólkinu? Skyldu menn almennt átta sig á því að viðhorfsbreytingin í Evrópu á meðal almennings er vegna þess að fólk er farið að stilla dæminu svona upp: Annars vegar hinir eignalausu. Hins vegar þeir sem töpuðu innistæðum sínum. Almennt finnst fólki ekki sjálfgefið að hinir eignalausu, eða þeir sem eru lasburða og þurfa á velferðarþjónustu að halda, verði látnir blæða til að hinir missi ekki spón úr aski." Athygli vekur að Ögmundur kýs að myndskreyta færslu sína með vígalegum vélhjólamönnum. Færsluna má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Fáum ekki Norðurlandalán fyrr en endurskoðun lýkur Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest. 14. janúar 2010 14:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Þingmaður Vinstir grænna, Ögmundur Jónasson, er harðorður í garð Svía eftir viðtal Reuters við forsætisráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt, sem Vísir birti meðal annars í gær. Í bloggfærslu á heimsíðu sinni segir Ögmundur: „Skyldu Svíar skilja að Íslendingar véfengja greiðsluskyldu sína? Skyldu Svíar sklija að greiðsluskilmálarnir eru ósvífin þvingunarúrræði? Skyldu Svíar skilja að þeir eru orðnir handrukkarar Breta og Hollendinga?" Tilefnið eru ummæli Reinfeldt þar sem hann sagði að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gefi grænt ljós á endurskoðun efnahagsáætlunar á Íslandi. Reinfeldt sagði í viðtali við Reuters: „Við viljum að Ísland haldi sig við þessar alþjóðlegu skuldbindingar og í kjölfarið munum við standa við okkar loforð." Ögmundi blöskrar þessi ummæli sem og yfirlýsingu framkvæmdarstjóra AGS, Domnique Strauss-Kahn, þar sem hann sagði þrýsting frá alþjóðasamfélaginu að Ísland klári Icesave skuldbindingar sínar verði til þess að AGS þurfi að fresta endurskoðun sinni. Ögmundur er þó sárreiðastur Svíum og skrifar á bloggið sitt: „Kannski finnst Reinfeldt forsætisráðherra það vera í góðu lagi að gerast handrukkari. En hvað skyldi sænsku þjóðinni finnast um þetta nýja hlutverk sitt? Hvað skyldi þjóðinni sem átti Olov Palme finnast um að vera komin í fótgöngulið fjármagnsins gegn fólkinu? Skyldu menn almennt átta sig á því að viðhorfsbreytingin í Evrópu á meðal almennings er vegna þess að fólk er farið að stilla dæminu svona upp: Annars vegar hinir eignalausu. Hins vegar þeir sem töpuðu innistæðum sínum. Almennt finnst fólki ekki sjálfgefið að hinir eignalausu, eða þeir sem eru lasburða og þurfa á velferðarþjónustu að halda, verði látnir blæða til að hinir missi ekki spón úr aski." Athygli vekur að Ögmundur kýs að myndskreyta færslu sína með vígalegum vélhjólamönnum. Færsluna má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Fáum ekki Norðurlandalán fyrr en endurskoðun lýkur Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest. 14. janúar 2010 14:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Fáum ekki Norðurlandalán fyrr en endurskoðun lýkur Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest. 14. janúar 2010 14:28