Handbolti

Finnbogi: Getum hvílt okkur um jólin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, segir að mikill tími fari í að undirbúa liðið fyrir leikina á EM í handbolta.

Ísland mætir Rússlandi í dag og hefur þjálfarateymið unnið hörðum höndum að því að leikgreina andstæðinginn.

„Við styðjumst mikið við myndbandsupptökur og notum þær til að greina styrkleika og veikleika andstæðingsins og hvernig við getum nýtt okkur þá okkur í hag," sagði Finnbogi við Vísi.

„Svo þurfum við einnig að sinna andlegum undirbúningi svo þær sjái að þetta sé hægt og hafi trú á verkefninu."

„Það hefur gengist vel að fá myndefni. Oftast fáum við það seint á kvöldin og því þurfum við oft að vinna frameftir. Það er því lítið sofið en það eru að koma jól og það er hægt að hvíla sig þá."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×