Innlent

Sex drukknir undir stýri og þrír dópaðir

Lögreglan tók sex stúta og þrjá dópara undir stýri um helgina.
Lögreglan tók sex stúta og þrjá dópara undir stýri um helgina. MYND/Pjetur

Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tveir hafi verið stöðvaðir í Reykjavík og Kópavogi og einn í Hafnarfirði og Garðabæ. Þrír voru teknir á laugardag og jafnmargir á sunnudag.

„Þetta voru fjórir karlar, 17 -39 ára, og tvær konur, 17 og 40 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi," segir einnig.

Þá voru þrír ökumenn, allt karlar, teknir á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. „Annar þeirra sem var tekinn í Reykjavík lét stöðvunarmerki lögreglu sig engu skipta en honum var veitt eftirför úr Garðabæ í Hafnarfjörð og þaðan áfram í Kópavog uns lögreglumönnum tókst að þvinga bíl hans út fyrir Reykjanesbraut á móts við Mjóddina. Ökumaðurinn, sem er tæplega fertugur, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi," segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×