Viðskipti innlent

SÍ hyggst koma á uppboðsmarkaði með gjaldeyri

Seðlabanki Íslands mun stjórna verðinu, upphæðinni og tímasetningu við framkvæmdina. Allir fjárfestar sem hafa hug á að flytja fjármuni úr landi munu fá sömu meðferð og fjármagnsflutningarnir munu lúta takmörkunum sem byggjast á verði.
Seðlabanki Íslands mun stjórna verðinu, upphæðinni og tímasetningu við framkvæmdina. Allir fjárfestar sem hafa hug á að flytja fjármuni úr landi munu fá sömu meðferð og fjármagnsflutningarnir munu lúta takmörkunum sem byggjast á verði.
Seðlabanki Íslands (SÍ) hyggst koma á fót uppboðsmarkaði með gjaldeyri sem lið í afnámi gjaldeyrishaftanna í náinni framtíð. Þetta kemur fram í skjali sem Selabankinn gaf út í ágúst í fyrra undir heitinu „Afnám gjaldeyrishaftanna".

Í skjalinu stendur að stjórnvöld muni, þegar nægilegum gjaldeyrisforða hefur verið safnað, gefa út og bjóða út skammtímavíxla í evrum, samkvæmt EMTN-áætlun sinni. Hér er einkum miðað að því að miðlungs- og skammtímaskuldabréf í krónum verði gefin frjáls í áföngum.

„Í uppboðunum verður samþykktum tilboðsgjöfum boðið að breyta krónum í evrur á opinberu gengi Seðlabanka Íslands til að kaupa víxlana. Í reynd myndu fjárfestar breyta eignarhlutum sínum í íslenskum krónum í framseljanlega eign sem gefin hefur verið út í evrum," segir í skjalinu.

„Seðlabanki Íslands mun stjórna verðinu, upphæðinni og tímasetningu við framkvæmdina. Allir fjárfestar sem hafa hug á að flytja fjármuni úr landi munu fá sömu meðferð og fjármagnsflutningarnir munu lúta takmörkunum sem byggjast á verði.

Fjárfestirinn ákveður sjálfur hvort hann tekur þátt eða ekki, en heildarupphæð erlends gjaldeyris sem nýttur verður í þessu skyni verða settar fyrirfram ákveðnar skorður. Þar sem útboðsfyrirkomulagið gerir þeim sem eru reiðubúnir að greiða mest kleift að flytja fé sitt úr landi, gefur það óþolinmóðustu fjárfestunum færi á að fara fyrst og dregur því úr hvata til að fara í kringum gjaldeyrishöftin.

Þetta gefur svigrúm til sveigjanlegri stýringar bæði eigna í forða og fjármagnsflutninga úr landi sem eru háðir flæði greiðslujafnaðar, án þess þó að þörf sé á áreiðanlegum langtímaspám um greiðslujöfnuð.

Þar sem heildarupphæð erlends gjaldeyris til ráðstöfunar er haldið innan fyrirfram ákveðinna marka ætti það að tryggja að stærð gjaldeyrisforðans verði áfram viðunandi. Ferlið mun ekki hafa bein áhrif á millibankamarkaðinn."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×