Milljarða samningur við Seðlabanka Kína 9. júní 2010 06:00 Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. Frá því var greint í gær að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Hu Xiaolian, aðstoðarseðlabankastjóri Kína, myndu skrifa undir samning bankanna í utanríkisráðuneytinu laust eftir klukkan níu árdegis. Markmið samningsins mun vera að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, en samningar sem þessi ganga út á að erlendur banki lætur af hendi gjaldeyri gegn greiðslu í krónum. Seðlabanki Íslands hefur ekki gert gjaldeyrisskiptasamning við erlendan seðlabanka frá því fyrir hrun. Síðast var slíkur samningur gerður við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í maí 2008. Þeir samningar voru alls upp á 1,5 milljarða evra, eða 500 milljónir evra frá hverjum banka. Haustið 2008 gerði Seðlabanki Bandaríkjanna svo viðlíka gjaldeyrisskiptasamninga við norrænu bankana en ekki þann íslenska, þó að eftir því væri leitað. Kínverjar eru sagðir hafa verið jákvæðir í garð Íslendinga frá hruni og meðal annars stutt landið á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Með samningi við Seðlabanka Íslands nú vilji þeir sýna stuðning sinn í verki. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að samningurinn bæti aðgengi Seðlabankans, og íslenska hagkerfisins í heild, að gjaldeyri, sem leitað hafi verið eftir að undanförnu. Samningurinn liðki jafnframt fyrir viðskiptum við Kínverja. Gylfi segir hægt að túlka samninginn sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu Kína. „Já, ég lít svo á að þetta endurspegli mat þeirra á stöðu mála hér. Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð." Samningarnir eru undirritaðir í tilefni af komu He Guoqiang, flokksritara í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, hingað til lands. Hann mun funda með forseta Íslands, forsætis- og utanríkisráðherra. Eins mun hann undirrita viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um þátttöku í útboðum um virkjanir á Íslandi og samning við Enex Kína um áframhaldandi samstarf um hitaveitur í Kína. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. Frá því var greint í gær að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Hu Xiaolian, aðstoðarseðlabankastjóri Kína, myndu skrifa undir samning bankanna í utanríkisráðuneytinu laust eftir klukkan níu árdegis. Markmið samningsins mun vera að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, en samningar sem þessi ganga út á að erlendur banki lætur af hendi gjaldeyri gegn greiðslu í krónum. Seðlabanki Íslands hefur ekki gert gjaldeyrisskiptasamning við erlendan seðlabanka frá því fyrir hrun. Síðast var slíkur samningur gerður við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í maí 2008. Þeir samningar voru alls upp á 1,5 milljarða evra, eða 500 milljónir evra frá hverjum banka. Haustið 2008 gerði Seðlabanki Bandaríkjanna svo viðlíka gjaldeyrisskiptasamninga við norrænu bankana en ekki þann íslenska, þó að eftir því væri leitað. Kínverjar eru sagðir hafa verið jákvæðir í garð Íslendinga frá hruni og meðal annars stutt landið á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Með samningi við Seðlabanka Íslands nú vilji þeir sýna stuðning sinn í verki. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að samningurinn bæti aðgengi Seðlabankans, og íslenska hagkerfisins í heild, að gjaldeyri, sem leitað hafi verið eftir að undanförnu. Samningurinn liðki jafnframt fyrir viðskiptum við Kínverja. Gylfi segir hægt að túlka samninginn sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu Kína. „Já, ég lít svo á að þetta endurspegli mat þeirra á stöðu mála hér. Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð." Samningarnir eru undirritaðir í tilefni af komu He Guoqiang, flokksritara í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, hingað til lands. Hann mun funda með forseta Íslands, forsætis- og utanríkisráðherra. Eins mun hann undirrita viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um þátttöku í útboðum um virkjanir á Íslandi og samning við Enex Kína um áframhaldandi samstarf um hitaveitur í Kína.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira