AGS vill snarhækka skatta 13. júlí 2010 07:00 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vilji íslensk stjórnvöld auka tekjur sínar með aukinni skattlagningu ætti að leggja niður lægra þrep virðisaukaskattsins og fækka skattþrepunum í tekjuskattkerfinu í tvö, samkvæmt tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslensk stjórnvöld báðu sérfræðinga sjóðsins um úttekt á íslenska skattakerfinu og tillögur um hvernig auka mætti tekjur ríkisins á næstu árum um eitt til tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Verg landsframleiðsla á síðasta ári nam um 1.500 milljörðum króna. Miðað við það ætla stjórnvöld sér að auka skatttekjur um 15 til 30 milljarða króna á næstu árum. Í skýrslu AGS, sem gerð var opinber í gær, kemur fram að sérfræðingar sjóðsins telji íslenska skattkerfið í grundvallaratriðum gott. Í skýrslunni er farið yfir skattheimtu ríkisins, og settar fram tillögur vilji stjórnvöld auka skatttekjur sínar. Meðal þess sem þar er lagt til er að skattur á matvæli og fleira sem nú fellur í sjö prósenta skattflokkinn í virðisaukaskattkerfinu hækki í 25,5 prósent eins og aðrar vörur. Einnig er lagt til að fjármagnstekjuskattur hækki í 20 prósent og breytingar verði gerðar á tekjuskattskerfinu. Yfirlit yfir helstu tillögur AGS er í meðfylgjandi töflu. Hugmyndir um frekari skattahækkanir mæta ekki mikilli ánægju hjá hagsmunaaðilum. „Ríkisstjórnin er búin að taka allar þær skattahækkanir sem þetta land getur þolað, og sumir myndu nú meina að það væri búið að ganga lengra en það. Ég trúi því alls ekki að menn séu með einhver áform um að auka skattaálögur á almenning," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir að leggjast þurfi í útreikninga áður en afstaða sé tekin til tiltekinna tæknilegra breytinga á skattkerfinu. Eins og staðan sé núna sé augljóst að betra sé að reyna að stækka skattstofnana en að leggja á enn hærri skatta. „Það er hættuleg stefna sem AGS er að marka með þessum tillögum," segir Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins. Hann segir tillögur um aukna skattlagningu misráðnar, þær muni draga hagkerfið niður og seinka því að ástandið hér á landi batni. „Þegar skattlagningin er orðin svona mikil dregur hún ráðstöfunarfé frá fólki og fyrirtækjum, og það fé fer ekki í neyslu og fjárfestingar," segir Helgi. Þá sé hætta á að orku- og auðlindaskattar komi í veg fyrir erlenda fjárfestingu. Starfshópur fjármálaráðherra vinnur nú að tillögum í skattamálum og er von á áfangaskýrslu hópsins síðar í vikunni. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, en hann mun vera í sumarleyfi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vilji íslensk stjórnvöld auka tekjur sínar með aukinni skattlagningu ætti að leggja niður lægra þrep virðisaukaskattsins og fækka skattþrepunum í tekjuskattkerfinu í tvö, samkvæmt tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslensk stjórnvöld báðu sérfræðinga sjóðsins um úttekt á íslenska skattakerfinu og tillögur um hvernig auka mætti tekjur ríkisins á næstu árum um eitt til tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Verg landsframleiðsla á síðasta ári nam um 1.500 milljörðum króna. Miðað við það ætla stjórnvöld sér að auka skatttekjur um 15 til 30 milljarða króna á næstu árum. Í skýrslu AGS, sem gerð var opinber í gær, kemur fram að sérfræðingar sjóðsins telji íslenska skattkerfið í grundvallaratriðum gott. Í skýrslunni er farið yfir skattheimtu ríkisins, og settar fram tillögur vilji stjórnvöld auka skatttekjur sínar. Meðal þess sem þar er lagt til er að skattur á matvæli og fleira sem nú fellur í sjö prósenta skattflokkinn í virðisaukaskattkerfinu hækki í 25,5 prósent eins og aðrar vörur. Einnig er lagt til að fjármagnstekjuskattur hækki í 20 prósent og breytingar verði gerðar á tekjuskattskerfinu. Yfirlit yfir helstu tillögur AGS er í meðfylgjandi töflu. Hugmyndir um frekari skattahækkanir mæta ekki mikilli ánægju hjá hagsmunaaðilum. „Ríkisstjórnin er búin að taka allar þær skattahækkanir sem þetta land getur þolað, og sumir myndu nú meina að það væri búið að ganga lengra en það. Ég trúi því alls ekki að menn séu með einhver áform um að auka skattaálögur á almenning," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir að leggjast þurfi í útreikninga áður en afstaða sé tekin til tiltekinna tæknilegra breytinga á skattkerfinu. Eins og staðan sé núna sé augljóst að betra sé að reyna að stækka skattstofnana en að leggja á enn hærri skatta. „Það er hættuleg stefna sem AGS er að marka með þessum tillögum," segir Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins. Hann segir tillögur um aukna skattlagningu misráðnar, þær muni draga hagkerfið niður og seinka því að ástandið hér á landi batni. „Þegar skattlagningin er orðin svona mikil dregur hún ráðstöfunarfé frá fólki og fyrirtækjum, og það fé fer ekki í neyslu og fjárfestingar," segir Helgi. Þá sé hætta á að orku- og auðlindaskattar komi í veg fyrir erlenda fjárfestingu. Starfshópur fjármálaráðherra vinnur nú að tillögum í skattamálum og er von á áfangaskýrslu hópsins síðar í vikunni. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, en hann mun vera í sumarleyfi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira