Enski boltinn

John Terry tryggði Chelsea sigur og fjögurra stiga forskot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
John Terry fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Mynd/AFP

John Terry, fyrirliði Chelsea, skoraði sigurmark liðsins í 2-1 útisigri á Burnley í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar en markið skoraði Terry með skalla aðeins átta mínútum fyrir leikslok.

John Terry hefur gengið í gegnum erfiða viku en fékk nú uppreisn æru með sigurmarkinu sem kom eftir hornspyrnu Frank Lampard.

Steven Fletcher jafnaði leikinn fyrir Burnley í upphafi seinni hálfleiks og það leit lengi vel út fyrir að Chelsea gæti horft upp á Manchester United eða Arsenal taka af sér toppsætið á morgun.

Það fór svo ekki svo þökk sé John Terry en liðið er nú með fjórum stigum meira en Manchester United og fimm stigum meira en Arsenal.

Nicolas Anelka kom Chelsea í 1-0 eftir hraða sókn á 27. mínútu. Joe Cole sendi boltann yfir á fjærstöng þar sem Florent Malouda lagði boltann til baka fyrir Anelka sem skoraði örugglega.

Þetta var fyrsti útisigur Chelsea í deildinni síðan 29,. nóvember en liðið hafði leikið þrjá útileiki í röð án þess að vinna fyrir ferð sína til Burnley í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×