Frítt er inn á öll söfn höfuðborgarsvæðisins í kvöld, en Safnanóttin svokallaða verður formlega sett klukkan sjö á túninu við tjarnarbrúna. Að setningu lokinni tekur við ljósagjörningur bandaríska listamannsins Bill Fitzgibbons. Hann mun lýsa upp öndvegissúlur Ráðhússins og tónlistarmaðurinn Sverrir Guðjónsson skapar tónmynd við verkið.
Yfir 30 söfn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu bjóða uppá fjölbreytta dagskrá sem gestir á öllum aldri fá notið fram til miðnættis. Sérstakur safnanæturstrætó gengur á milli safnanna og auðveldar gestum að heimsækja fjölmörg söfn á einu kvöldi.
Frítt inn á öll söfn í kvöld
