Shaquille O'Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina.
Dwight Howard féll þá í jörðina við litla snertingu eftir að þeir félagar hlupu saman upp völlinn. Shaquille O'Neal náði aðeins að spila í 12 mínútur og 39 sekúndur í leiknum og var bara með 2 stig og 1 frákast á þeim tíma. Howard gekk reyndar ekki mikið betur en fékk að spila talsvert meira en gamli karlinn sem var í villuvandræðum allan leikinn.
„Ég velti því fyrir mér af hverju ég hef aldrei fengið svona villu á mótherja mína á mínum 20 árum í deildinni. Dómarar eiga ekki að velja sér á hverja þeir dæma og á hverja þeir dæma ekki. Svona hlutir gerast bara af því að það eru menn að dæma sem vilja stjórna öllu," lét Shaquille hafa eftir sér eftir umræddan leik á móti Orlando.
NBA-deildin sektaði Shaquille O'Neal um 35 þúsund dollara eða um fjórar milljónir íslenskra króna.
Shaq sektaður um fjórar milljónir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn


Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn



Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn


Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn

Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn

Arsenal að stela Eze frá Tottenham
Enski boltinn