Innlent

Risaljósmynd þekur héraðsdóm

MYND/Einar

Listahátíð í Reykjavík setti í dag upp gríðarstóra ljósmynd eftir Sigurð Guðmundsson á framhlið Héraðsdóms Reykjavíkur, við Lækjartorg. Uppsetningin hófst klukkan 12 og gert var ráð fyrir að hún stæði í um það bil tvær klukkustundir.

Ljósmyndin er úr hinni þekktu myndaröð Sigurðar, Situations frá 1975. Flatarmál myndarinnar er um 100 fermetrar og þekur nær alla framhlið byggingarinnar. Á morgun opnar í i8 Gallery sýning á verkum Sigurðar á Listahátíð í Reykjavík.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×